galaxí gvendur
Hann galaxí gvendur á hraunum,
var gamall og reyndur í raunum,
en gudda hans smáa
gekk undir fáa
svo gvendur fékk lítið að launum.

Hún gudda hans gvendar á hrauni,
gaf kallinum súpu og baunir
svo fylltist af gasi
af því ferlega brasi
og viðrekur nú allar þær raunir.

En viðrekstur varla var búinn
er vesalings kallinn varð lúinn
og gasið það skaut
gvendi á braut
um stjörnur og tungl sagði frúin.

Í geimnum nú svífur hann gvendur
um galaxíið liggja hans lendur
svo laus er hann við
allt það leiðindalið
kellinguna og aðra hans fjendur.  
ÆRIR
1959 - ...


Ljóð eftir ÆRI

Ljósheimar
Rauðbrystingur
Maríukvæði
Samstaða
Líkn
Hesthús
Mitokondría
Úr skáldfákadrápu
Refhvörf
Sumarvon
Í bældri lautu
Í heiðinni
Vor í Prag
Lidice
Löngufjörur
Laufskörð
Sumarskuggi
Sáluhjálp
galaxí gvendur
Jökulland
Fákar
Fjallkonan í Kárahnjúkum
Fingurbjörg
Þræðir
Alheimsins tóm
Eigum við að elskast
Haf og strönd
Haust
Fjalladís
Bölsýni
Bláskel
Illugakvæði og Finns
Tvídægra
Hnykkur
Í djúpinu
Hlákan