Trú
Ég trúði að ég yrði alltaf ein,
þar til ég kynntist þér.
Þó að ég hafi verið soldið sein,
að sjá hvað þú vildir mér.

Ég trúði ekki á ást,
en nú elska ég þig.
Skildi ekki hvað þú sást,
þegar þú horfðir á mig.

Ég trúði á einnar nætur gaman,
eftir að hafa drukkið annað en kaffi.
En núna erum við saman,
og ég ekki lengur í straffi.

Vil vera með þér öll kvöld,
nálægt þér verð ég soldið hrærð.
Gæti verið hjá þér fram á næstu öld,
vona bara að ég verði ekki særð.  
Ína
1988 - ...


Ljóð eftir Ínu

Geðveik
Fylltu mig
Kvöl
Ein
Breytt
Stelpan
Kennarinn
Veik
Hlutir
Skilin eftir
Saman
Vondi maðurinn
Notuð ?
Komdu
Spurningin
Þrá
Fyllerí ?
Vinir ?
Trú
Skil ekki
Orð
Hvað
Björgun