THULE
Hér lá það fjarri öllum byggðum,
tignarlegt og magnþrungið
með jökla og dali
og sína hátíðabúnu fjalla Sali.
Ingólfur hafði ekki enn varpað frá knörr
súlum sínum er ráku á strendur hverafullrar víkur.
Var það nær af mönnum ósnortið í allri sinni dýrð.
Griðastaður fugla norðursins
Álftarnes og Álftarfjörður bera skírast vitni um það.
Í Evrópu var tíðin hörð.
Ríkti þar bölvaður barbarismi, fáfræðinnar fordómar
og ofríki konunga.
Mannkynsins verstu sjúkdómar.
En í Noregs Skandinavíu voru tignir menn.
Víkingar, sannir menntamenn innblásnir af sönnum anda,
Þótt heiðnir hafi verið á kristinannar mælistiku.
Leituðu þeir sjálfstæðis fjarri Haraldi og evrópskri vá.
Ýttu þeir því dreka frá Noregs strönd
með sitt bú og fé.
Landnáms arfinn allir þekkja.
Og nú rennur í æðum okkar þeirra blóð
og til framtíðar horfum og stefnum í sömu átt.
Frelsi skal á Íslandi vera í það minnsta 1000 ár.
tignarlegt og magnþrungið
með jökla og dali
og sína hátíðabúnu fjalla Sali.
Ingólfur hafði ekki enn varpað frá knörr
súlum sínum er ráku á strendur hverafullrar víkur.
Var það nær af mönnum ósnortið í allri sinni dýrð.
Griðastaður fugla norðursins
Álftarnes og Álftarfjörður bera skírast vitni um það.
Í Evrópu var tíðin hörð.
Ríkti þar bölvaður barbarismi, fáfræðinnar fordómar
og ofríki konunga.
Mannkynsins verstu sjúkdómar.
En í Noregs Skandinavíu voru tignir menn.
Víkingar, sannir menntamenn innblásnir af sönnum anda,
Þótt heiðnir hafi verið á kristinannar mælistiku.
Leituðu þeir sjálfstæðis fjarri Haraldi og evrópskri vá.
Ýttu þeir því dreka frá Noregs strönd
með sitt bú og fé.
Landnáms arfinn allir þekkja.
Og nú rennur í æðum okkar þeirra blóð
og til framtíðar horfum og stefnum í sömu átt.
Frelsi skal á Íslandi vera í það minnsta 1000 ár.
Skrifað eftir lestur Fóstbræðra eftir Gunnar Gunnarsson