Söknuður
Bara þú vissir hve mikið ég sakna þín.
Bara þú vissir hve mikið mér þykir vænt um þig.
Bara þú vissir hve mikils virði þú ert mér.
Bara þú vissir hve heitt ég vildi að þú værir hér hjá mér, svo ég gæti sagt þér
- hvað ég var að gera í skólanum
- hvernig mér gekk að keyra
- hvað það var vandræðalegt þegar ég
datt fyrir framan skólann
- þegar sætur strákur sagði hæ við mig
og allt hitt sem á daga mína ber.

Ó hvað ég vildi að þú værir hér hjá mér og héldir utan um mig þegar mér líður illa, gæfir mér góð ráð í sambandi við
- stráka
- föt
- skólann
bara þú værir hér, þá myndi ég senda þér uppáhalds lagið þitt í útvarpinu með systrakveðju.

Ó bara þú kæmir fljótt til mín, og þegar þú kemur ætla ég að faðma þig og kyssa þig og ætla aldrei, aldrei að sleppa þér aftur, svo ég þurfi ekki að upplifa þennan sára söknuð aftur.  
Inga Jóna Kristjánsdóttir
1981 - ...
samið til Rannveigar systur þegar hún var í Skotlandi sem au-pair. 19.01.1998


Ljóð eftir Ingu

ástarjátning
Árekstur - við lífið
HRINGDU !
Cowboy
Leitin að hamingjunni
Þú og ég
Hugsun
Leikur að tilfinningum
Svo hratt, svo hratt
?
Skugginn
90% fullkomið líf
Einmannaleikinn
Æfi flugunnar
Til þín
Söknuður
Höfnun
Úr samhengi
Bréf
Framtíð þín
- hvers vegna -
Til vinar
friður og stríð
Er ástin ekki dásamleg
ég ég ÉG
Ég elska þig
Dauður líkami - flúin sál
Söknuður til lítils drengs
Til arnarinns
Komin að niðurstöðu
Mamma
ljóð ?
hreinskilni