Bréf
Það er svo undarlegt en ég er alveg rosalega hrifin af einum strák.

Hann er með gullfalleg grá-blá augu og skollitað hár.

Það er rosalega gaman að vera nálægt honum, að vísu verð ég alltaf voða nervös þegar hann er nálægt - sérstaklega ef við erum bara tvö ein. Ég verð eins og blind - finn ekki það sem mig vantar, ég get ekki einu sinni keyrt bíl ef hann er inní honum - fer beint úr 1.gír í þann 3ja :o)

Ég er pínu feimin við hann.

Það er dásamlegt að njóta ásta með honum, við spjöllum um allt á milli himins og jarðar. Við tökum okkur allan þann tíma sem við viljum - erum ekkert að stressa okkur, njótum bara þess að vera saman - tvö ein !

En það er eitt sem mér finnst sárt - það er þegar hann er ekki hjá mér; það er of oft. Ég vil vera í örmum hans - alltaf.

Ég vil vera hans og ég vil að hann sé minn.

Við verðum að vinna saman í sumar. Það verður æðislegt. Hitti hann á hverjum morgni - og kannski, einhvern daginn, verðum við bara tvö ein.
Ég vona að það verði sem oftast, því þó svo ég geti ekki sagt honum það þá ...

... elska ég hann ...  
Inga Jóna Kristjánsdóttir
1981 - ...


Ljóð eftir Ingu

ástarjátning
Árekstur - við lífið
HRINGDU !
Cowboy
Leitin að hamingjunni
Þú og ég
Hugsun
Leikur að tilfinningum
Svo hratt, svo hratt
?
Skugginn
90% fullkomið líf
Einmannaleikinn
Æfi flugunnar
Til þín
Söknuður
Höfnun
Úr samhengi
Bréf
Framtíð þín
- hvers vegna -
Til vinar
friður og stríð
Er ástin ekki dásamleg
ég ég ÉG
Ég elska þig
Dauður líkami - flúin sál
Söknuður til lítils drengs
Til arnarinns
Komin að niðurstöðu
Mamma
ljóð ?
hreinskilni