- hvers vegna -
Lítil stúlka stendur á götunni
og grætur.
Lítil stúlka grætur stórum tárum.
Lítil stúlka sem grætur stórum tárum
yfir líki móður sinnar.

Lítil sorgmædd stúlka.
Lítil stúlka sem misst hefur
móður sína.

Lítil stúlka sem ekkert veit.
Lítil stúlka sem ekki veit hvað gerst hefur.

-hvers vegna-

Hvers vegna var móðir tekin
frá lítilli stúlku?

Faðir tekur í hönd lítillar stúlku.
Faðir leiðir litla stúlku í burt,
í burt frá líki móður.

Lítil stúlka fær aldrei að vita
sannleikann.
Lítil stúlka fær aldrei að heyra
sannleikann um dauða móður.

-hvers vegna-

Lítil stúlka má ekki heyra um
hatur föður er
tók í burtu
líf móður.
 
Inga Jóna Kristjánsdóttir
1981 - ...
samið 13. febrúar 2003


Ljóð eftir Ingu

ástarjátning
Árekstur - við lífið
HRINGDU !
Cowboy
Leitin að hamingjunni
Þú og ég
Hugsun
Leikur að tilfinningum
Svo hratt, svo hratt
?
Skugginn
90% fullkomið líf
Einmannaleikinn
Æfi flugunnar
Til þín
Söknuður
Höfnun
Úr samhengi
Bréf
Framtíð þín
- hvers vegna -
Til vinar
friður og stríð
Er ástin ekki dásamleg
ég ég ÉG
Ég elska þig
Dauður líkami - flúin sál
Söknuður til lítils drengs
Til arnarinns
Komin að niðurstöðu
Mamma
ljóð ?
hreinskilni