

Þungbær situr
vetrarkvíðinn
á herðum,
eftirhreyta nætur
sligar sálina
í morgunsárið.
Lýsisflaskan starir
sljóum tappa
á hollustkornið.
Náttfölir menn
ígrunda morgunblað
á eldhúsborðiðinu.
Köldum hjólum
norpar
fjölskylduvinurinn
við rennusteininn,
hóstar veikburða
þegar lykillinn
snertir ertingafærið.
Af gömlum vana
stígum við upp í hringekju
komandi dags
með hráslagan
milli skinns og hörunds.
Ásjón.