Vetrarkvíði.

Þungbær situr
vetrarkvíðinn
á herðum,
eftirhreyta nætur
sligar sálina
í morgunsárið.

Lýsisflaskan starir
sljóum tappa
á hollustkornið.

Náttfölir menn
ígrunda morgunblað
á eldhúsborðiðinu.

Köldum hjólum
norpar
fjölskylduvinurinn
við rennusteininn,
hóstar veikburða
þegar lykillinn
snertir ertingafærið.

Af gömlum vana
stígum við upp í hringekju
komandi dags
með hráslagan
milli skinns og hörunds.
Ásjón.



 
Ásjón
1925 - ...


Ljóð eftir Ásjón

Börn
Mánablinda.
Þorri
Óminni.
Vetrarkvíði.
Í þúsund ár.
Blóðrautt sólarlag.
Vonargeisli.
Á Vogi.
Ljóðvana kyrrð.
Mánasigð.
Fegursta fjallið.
Vor í skóla.
Von í snjóhúsi.
Síðasti leikurinn.
Vorþrá
Vorhret.
Nú Hnígur sól.
Kosningaskjálfti.
Skírn.
Leit.
Lífið í hjartanu.
Niðursoðnir draumar.
Hausthveðja.
Vegurinn og ég.
Akureyri
Reykjarlundur.
Hafnarfjörður