

Þau koma
eins og votir stormsveipir,
rjúfa hljóðmúrinn
og þrengja sér inní sviðsljósið.
Lítil umbúðalaus börn
með örlög heimsins
í farteskinu.
Snæða af skilningstré
góðs og ills,
vaxa yfir höfuð
og verða að foreldrum.
eins og votir stormsveipir,
rjúfa hljóðmúrinn
og þrengja sér inní sviðsljósið.
Lítil umbúðalaus börn
með örlög heimsins
í farteskinu.
Snæða af skilningstré
góðs og ills,
vaxa yfir höfuð
og verða að foreldrum.