

Kinnar mínar verða rjóðar
þegar þú segir - ég elska þig.
Fiðrildi fljúga um í maga mínum
þegar þú kyssir mig.
Hjarta mitt slær ofurhratt
þegar þú heldur utan um mig.
Er ástin ekki dásamleg.
Svíf um á rósrauðu skýi og held í hönd
þína, hjúfra mig að þér.
Þú ert svo mjúkur - samt svo harður,
verndar mig.
Stjörnur himinsins skína í augum
mínum þegar ég lít á þig.
Það þarf engin orð - augnráð og snerting
segja það sem þarf.
Það þarf enga sól í okkar heimi -
þú ert sólin í hjarta mínu.
Kinnar mínar verða rjóðar
þegar ég segi - ég elska þig.
þegar þú segir - ég elska þig.
Fiðrildi fljúga um í maga mínum
þegar þú kyssir mig.
Hjarta mitt slær ofurhratt
þegar þú heldur utan um mig.
Er ástin ekki dásamleg.
Svíf um á rósrauðu skýi og held í hönd
þína, hjúfra mig að þér.
Þú ert svo mjúkur - samt svo harður,
verndar mig.
Stjörnur himinsins skína í augum
mínum þegar ég lít á þig.
Það þarf engin orð - augnráð og snerting
segja það sem þarf.
Það þarf enga sól í okkar heimi -
þú ert sólin í hjarta mínu.
Kinnar mínar verða rjóðar
þegar ég segi - ég elska þig.
samið 6.mars 2003