Blóðrautt sólarlag.
Þegar lygna ber við báru
blóðrautt sólarlag,
ryðst hér framm úr rústum dagsins
rökkurbandalag.
Sveipar dalinn dularslæðum,
drýpur þögn af grein.
Sefur brim á svöluvogum,
sorg mín vakir ein.
Blóðrautt sólarlag.