Vor í skóla.
Langlundargeð kennara
hefur brostið
á vordögum
og þolinmæði barna
er þrotin
opnir gluggar
hleypa vorinu
óbærilega
inn í sálina
á meðan
lífsglaðir ánamaðkar
teya sig borubrattir
upp úr moldinni.
Vor í skóla.