Nú Hnígur sól.

Nú hnígur sól á bakvið djarfan draum
sem dulin von í hjarta áður skóp.
Útí tómið skerast hæðnishróp
og hugsjón skolast burt með tímans straum.

Yfir rústum rís hin nýa öld
með ránfuglsklær í holdi smælingjans.
Helvegsþjónar hefja villtan dans
og heimta til sín gjöld og æðstu völd.

Tilhvers var barist bróðir minn í sorg,
bárum við aðeins hjóm á mannlífs torg?

 
Ásjón
1925 - ...


Ljóð eftir Ásjón

Börn
Mánablinda.
Þorri
Óminni.
Vetrarkvíði.
Í þúsund ár.
Blóðrautt sólarlag.
Vonargeisli.
Á Vogi.
Ljóðvana kyrrð.
Mánasigð.
Fegursta fjallið.
Vor í skóla.
Von í snjóhúsi.
Síðasti leikurinn.
Vorþrá
Vorhret.
Nú Hnígur sól.
Kosningaskjálfti.
Skírn.
Leit.
Lífið í hjartanu.
Niðursoðnir draumar.
Hausthveðja.
Vegurinn og ég.
Akureyri
Reykjarlundur.
Hafnarfjörður