Haugskonungur.
Sál þín súr og bitur
af svikum og prettum er
þú aumkar þig líklegast mjög
þegar enginn sér.
Unir þér best
mykjufjalli á
þar sem á toppnum trónir þú
enginn annar bita af því má fá.
Auðurinn þig á
kvelur og pínir
harmar mjög
ef einum, tveim krónum þú týnir.
Þú ert mannanna mestur
yfir heiðarlegan almúga hafinn
drottnari undirheima
hrikalega kvalinn.
En þú neyðist til að umgangast oss
snauðan almúga mann
ég vil þig ekki dæma hart
Guð það einn getur hann.
En samt get ég sagt að mér læðist sá grunur
að til heljar farir þú
nema auðnum þú deilir
með mér hér og nú.
Og að þá frið munir þú fá
í þitt sinni
verða Guði þóknanlegur
og í himnaríki fá inni…
af svikum og prettum er
þú aumkar þig líklegast mjög
þegar enginn sér.
Unir þér best
mykjufjalli á
þar sem á toppnum trónir þú
enginn annar bita af því má fá.
Auðurinn þig á
kvelur og pínir
harmar mjög
ef einum, tveim krónum þú týnir.
Þú ert mannanna mestur
yfir heiðarlegan almúga hafinn
drottnari undirheima
hrikalega kvalinn.
En þú neyðist til að umgangast oss
snauðan almúga mann
ég vil þig ekki dæma hart
Guð það einn getur hann.
En samt get ég sagt að mér læðist sá grunur
að til heljar farir þú
nema auðnum þú deilir
með mér hér og nú.
Og að þá frið munir þú fá
í þitt sinni
verða Guði þóknanlegur
og í himnaríki fá inni…