Einn morgunn
Einn morgun mér birtist sýn.
Dökkhærð dís líkust engli-
býður mér góðan dag.
Ég umla og segi: ha.
Ég horfi á hana í svefnrofunum.
Hún getur ekki verið raunveruleg!
Ég sofna á ný og
held áfram göngu minni
um draumsins sléttur.
En þennan morgun á fögrum grundum ég henni mæti
englinum með dökka hárið.
En ég er vakinn áður en snerting næst
því það er kominn hádegismatur.
Ég bíð í röðinni og á endanum kemur að mér.
Og viti menn það er hún sem matarbakkann réttir.
Ég snerti hana.
Dökkhærð dís líkust engli-
býður mér góðan dag.
Ég umla og segi: ha.
Ég horfi á hana í svefnrofunum.
Hún getur ekki verið raunveruleg!
Ég sofna á ný og
held áfram göngu minni
um draumsins sléttur.
En þennan morgun á fögrum grundum ég henni mæti
englinum með dökka hárið.
En ég er vakinn áður en snerting næst
því það er kominn hádegismatur.
Ég bíð í röðinni og á endanum kemur að mér.
Og viti menn það er hún sem matarbakkann réttir.
Ég snerti hana.
Skrifað í Síðumúlafangelsi 1994/5