Þögnin er gullin
Þögnin er gullin
sagði gömul kona mér.
Ég sagði: Sjálfvera verður
að tala vilji hún vita
eitthvað sem önnur veit...
Þögn... Skilningur...,...,
Við skulum halda áfram
þessari ferð...

Ef þögnin er gulli skrýdd er þá visku nálægt henni að finna?

Er hún gætt frásagnar hæfileikum?

Undrum og dásemdum.

Skilurðu hvað ég er spyrja um?

Hefur þú upplifað visku lífsins?
Hefurðu sannleikann í huga þér?

Þögnin er fyrir mér sögumaður.
Lífið er hinn mikli listamaður
„kunstner elegans“.
Ég hugsa, þess vegna er ég til
og ég hugsa, það sem ég er.
Ég reyni ekki að vera
né vil ég vera annað en það sem ég er.
Ég er...

Stundin heldur áfram.
Ég er blankur.
Ég hef skoðanir.
Ég er jákvæður með afbrigðum.
Og ég drekk vín og á góðar stundir.
Og verð ekki kjánalegur af sopanum,
þó ég standi á nöfinni á stapanum
þar sem ég les visku lífsins
og er að hugsa um að láta mig svífa fram af huglægt.
Endir...,...,
 
Örn Úlriksson
1976 - ...
Ég hugsa, þess vegna er ég til. Fleyg setning eftir René Descardes 16ándu aldar heimspeking. Hugsunin er tilkomin vegna vangavelta hans um lífið og veruleikan, hvort hann væri í raun og veru til eða hvort hann væri draumur. Sem er góð og merkileg hugleiðing. En svo bætti ég við setningu hans: Og ég hugsa það sem ég er.
En annars var ég líka að velta fyrir mér tilvistinni, veruleikanum og komst að því að það sem tengdi menn saman væri sameiginlegur efnislegur veruleiki. Saman ber ef tveir menn sitja saman í bíl skynja þeir titringinn sem vélin orsakar og skiptir þá engvu hvort menn eru blindir eður ei. Og ef mennirnir eru ekki firrtir geta þeir komið sér saman um framleiðslu efni hans. Eflaust mætti tína til eitthvað meira, sendu mér póst ef þér dettur eitthvað í hug ulriksson@simnet.is . Annað er huglægur veruleiki og hann er ansi misjafn á stundum og oft fjarri veruleikanum líkt og spár um framvindu hagvaxtar og um verðgildi minntar. Og hugmyndir fólks um hvort annað, þar er veruleiki ekki sá sami og fólk gerir sér oft í huga lund um.


Ljóð eftir Örn Úlriksson

Haust.
Haugskonungur.
Hið eilífa upphaf.
Sumarið '93
Einn morgunn
Dans.
Úti við sjó
CNN FRÉTTA LJÓÐ, 2003.
Þögnin er gullin
Galdramenn
Vitund.
Og hverju býttar það?
Amfetamín
Ný skrifbók.
Samfélagið (allaveganna er þetta partur af því)
Heimsins besta Ljóð.
Hringekja Síbrotamannsins
Leitin að lífinu
Á bakvið saklaus augu
Fallega veröld.
Sálmur 1tt.
Ótuktin
in inferno...í helvíti.
Við hlíðar Akrafjalls
JÓNAS (ekki með höfuðstaf né stuðlum)
Kavíar og Kampavín.
Reminder of my faith.
Hann, maðurinn.
Græn augu
án titils
Er það svo?
Augun
Hann er að norðan sagði sjómaðurinn skrækróma.
Spegilmynd.
Gull kúla.
Við Guðs Altari
Auðvald.
Riddari.
Jóla Ljóð.
Angur (Fyrsta útgáfa)
Píslavottur
Rósarbeð Skaparans
Kristur.
Í mínu höfði.
Eftir kaffi á Súfustanum.
Amfetamín (Afbrygði)
Hrafnaþingin.
Útsýni á vestfjörðum á sumri 2001.
Hálfvitar heimsins, takk fyrir mig.
Raunveran.
Vond er veraldarslóð
ÞJÓFA KVÆÐI
ER ÉG GULL EÐA BRONS
EINN.
ÞÆR ÞUNGU BYRÐAR
THULE