Akureyri
Hlýi bær við fjörðinn fríða
forn og nýr í róti tíða,
blómum krýndur, viði vafinn
veitir gesti frið og skjól.
Útvið bjarta Eyjafjörðinn
aldin fjöll hvar standa vörðinn
ávalt börn þín önnum kafin
elska ljóðsins höfuðból.
Skapað hefur skjól til lista,
skáldin hjá þér fá að gista,
gróðurreitur máls og mennta
Matthías og Davíð hér
óspart jusu af andans brunnum
ástsæl ljóð sem flest við kunnum.
Í brjóstum áttu boga spennta,
beindu skeyti að mér og þér.
Heill þér gamla Akureyri,
öll þín farsæld verði meiri
hvort sem vetur ólmast argur
eða sól um hauður skín.
Megi börn þín vökul verja
vígi sitt og stöðugt erja
unaðsreit, þá eflaust margur
ilsár leita mun til þín.
Ásjón.