Binni +
Illa fór það með þig
þrotinn,þú varst kominn að enda
þú sagðir það oft við mig(passaðu þig)
en hvar ertu búinn að lenda?

Einhverstaðar sem er friður
þú fjarlægðist allt hægt og hljótt
dópið dró þig niður
hörund þitt var orðið mjótt

Sæll varstu alltaf og glaður
hérna hjá okkur áður,
svo varstu aldrei sami maður
í brjósti þínu varstu þjáður

Að sakna þín er sárt
ég vildi að þú kæmir aftur
og líf þitt væri klappað og klárt
í þér var nægur kraftur

Hvernig gastu farið
í burtu svona ungur
Ég finn ekkert svarið
nema að hugur þinn var þungur

Svo bílinn þú settist uppí
og hlustaðir á æðri köllun
um að verða þú á ný
þú fannst á Nesjavöllum!!  
Birgitta Birgisdóttir
1983 - ...
Þetta er til Binna félaga míns sem var alltaf gott að leita til þegar allt var í hakki hjá manni!! en hann lést 14.11.2000


Ljóð eftir Birgittu

Ástin
Fyrsta tönnin
"Vertu sæll" Bróðir kær
ástarsorg...
ástarsorg.....
Manstu?
Dimmur og fagur
Sjóarinn
Grétar Rafn
Til Irmu!!
Umhverfið
Lýsing á sál
Við söknum þín
Binni +
°örlög" ´99
Sonur
Skilboð
Bull
Á sjóinn
í land
langt í burtu
Særð sál