Hringekja Síbrotamannsins
Kominn á letigarðinn
enn eina ferðina
hristir haus og glottir
framan í strákana
sjáið hver er mættur.
Tendrað í feitum sterti inn í klefa, úti er komið rökkur.
Velkominn „heim“ þú ungi.
Vonandi líður þessi vist fljótt og vel.
sagðar eru fornar frægðarsögur
um tíma sem voru kannski aldrei til
nema í huga sögumannsins.
Ár Guttans líða misjafnlega, sæmilega og illa.
Og einn dag hann fær að arka útum garðshliðið upp á veg.
Hann er með 1450 kr. í vasanum.
Og í huga sér hann segir:
Hingað kem ég aldrei aftur.
En einn daginn á letigarðinn kemur þangað eldri maður...
Enn eina ferðina.
Hann hristir haus og glottir, tannlausu glotti,
framan í kallana og segir:
Sjáið, já, sjáið hvur er mættur og er kominn til að vera.
Ég segi hvur! Og þá vegna þess að hverir gjósa... Hver var það? Strókur erða geysir? Nei, það var hvur og hann gýs ekki.