Þú og ég
Fyrst varstu eins og
lítið tré sem ég
gekk fram hjá á hverjum degi.
Tré sem enginn tók eftir.
Seinna stækkaðiru í sjónum mínum
og ég veitti þér athygli
en samt var ekkert sjálfsagðara en að
ganga bara fram hjá.
En síðar lágu leiðir okkar saman
og við urðum góðir vinir,
vinir sem treystu hvort öðrum,
vinir sem voru hvor öðrum til halds og trausts,
vinir í raun.
Ég verð að segja það um þig
að þú huggaðir mig þegar ég var döpur,
þú lést mig hlæja þegar ég var gráti nær
stóðst með mér þegar allt var mér andsnúið,
leyfðir mér að tala þegar orðin vildu flæða,
stóðst með mér í blíðu og stíðu.
En nún þegar þú ert dáinn,
hver huggar mig þá og hlustar ?
Þú lékst aðalhlutverkið í lífi mínu,
hlutverk sem þú vissir þó lítið um
en þú varst vinur í raun.
lítið tré sem ég
gekk fram hjá á hverjum degi.
Tré sem enginn tók eftir.
Seinna stækkaðiru í sjónum mínum
og ég veitti þér athygli
en samt var ekkert sjálfsagðara en að
ganga bara fram hjá.
En síðar lágu leiðir okkar saman
og við urðum góðir vinir,
vinir sem treystu hvort öðrum,
vinir sem voru hvor öðrum til halds og trausts,
vinir í raun.
Ég verð að segja það um þig
að þú huggaðir mig þegar ég var döpur,
þú lést mig hlæja þegar ég var gráti nær
stóðst með mér þegar allt var mér andsnúið,
leyfðir mér að tala þegar orðin vildu flæða,
stóðst með mér í blíðu og stíðu.
En nún þegar þú ert dáinn,
hver huggar mig þá og hlustar ?
Þú lékst aðalhlutverkið í lífi mínu,
hlutverk sem þú vissir þó lítið um
en þú varst vinur í raun.
samið 10.03.1997