

Ung stúlka stendur á ströndinni og horfir út á hafið.
Golan leikur við dökka lokka hennar.
Sjórinn gælir við bera leggi hennar.
Hún er að hugsa, hugsa um fortíðina - nútíðina - framtíðina.
Hún hugsar um ungan dreng sem gekk eitt sinn eftir ströndinni og lét öldurnar gæla við líkama sinn - vindinn gæla við hár sitt, þar til þau mætast á miðri leið,
hann og hún
stúlka og drengur
Golan leikur við dökka lokka hennar.
Sjórinn gælir við bera leggi hennar.
Hún er að hugsa, hugsa um fortíðina - nútíðina - framtíðina.
Hún hugsar um ungan dreng sem gekk eitt sinn eftir ströndinni og lét öldurnar gæla við líkama sinn - vindinn gæla við hár sitt, þar til þau mætast á miðri leið,
hann og hún
stúlka og drengur
samið 21.06.1998, endurbætt 18.11.2001