Tímamót
Ég stend á tímamótum
stari inn í ókomna framtíð
er á þröskuld sem skilur að
barnið og konuna.
Verð á þessum þröskuld dálitla stund
en mundu að ég mun missa takið
falla inn um gættina
standa á eigin fótum.
Þú bíður eftir mér á hverju kvöldi
vitandi það að ég á eftir að breytast
er í mótum hjá lífinu
og mun bráðum verða til.
Er núna bara mitt á milli
á stórum þröskuld
en á endanum muntu sjá
að ég get bjargað mér sjálf.
Gefðu mér frelsi og taktu því með ró
lífið hefur margt upp á að bjóða
og ég vil fá það allt að sjá
og núna er kominn tími til að sleppa.
stari inn í ókomna framtíð
er á þröskuld sem skilur að
barnið og konuna.
Verð á þessum þröskuld dálitla stund
en mundu að ég mun missa takið
falla inn um gættina
standa á eigin fótum.
Þú bíður eftir mér á hverju kvöldi
vitandi það að ég á eftir að breytast
er í mótum hjá lífinu
og mun bráðum verða til.
Er núna bara mitt á milli
á stórum þröskuld
en á endanum muntu sjá
að ég get bjargað mér sjálf.
Gefðu mér frelsi og taktu því með ró
lífið hefur margt upp á að bjóða
og ég vil fá það allt að sjá
og núna er kominn tími til að sleppa.
Þetta er um það þegar ég (unglingar) eru að breytast frá barni (þessu tilviki kona/stúlka) yfir í fullorðinn einstakling.
Ég las þetta á skólaslitunum og var klappað mjög mikið fyrir því, vona að það vekji til vinsældar hæer líka...
Ég las þetta á skólaslitunum og var klappað mjög mikið fyrir því, vona að það vekji til vinsældar hæer líka...