Ligg í dvala
Ég sit hér og velti fyrir mér
hvernig það væri
að færast úr stað
vakna, lifna við.
Ég sit föst inní mér og hugsa
hvernig það er
að fæðast, verða til á ný.
Ég er í dvala innan í mér
og get ekki vaknað
föst inn í myrkrinu
leita að lyklinum
til að opna fyrir ljósið
komast út
verða bjartsýn, sjá lífið.
Ligg inní herbergi í höfðinu
skelf útí horni
vil ekki vera til
loka mig af
slekk ljósið
sofna og fer frá lífinu.
Hringrás minni lokið
ég ligg í dvala.
 
Unnsla
1988 - ...
Þetta ljóð kom í Ljóða bók unga fólksins. Ég tók þátt í kepni og komst í þessa bók, vann samt ekki til neinna verðlauna, en þetta er samt skref framm á við, eða er það ekki?


Ljóð eftir Unnslu

My feelings
I don't know why
Góða nótt
Fyrirgefðu
Ég veit ekkert um ást
L.L.L.
Ástin er skuggi spegils
Mamma mín
Líkar það
The love
Til þín
Tímamót
Alltaf!
Leiddu mig í gegnum lífið
Hugsa til þín
Lífið fellur
Ekki elska ástina
Ligg í dvala
Hringekja lífsins
Tussan í Reykjavík