Ölerindi
Nú er ég glaður á góðri stund
sem á mér sér.
Guði sé lof fyrir þennan fund,
og vel sé þeim sem veitti mér.

Vitjað hef ég á vinamót
sem nú á sér,
reynt af mörgum hýrlegt hót.
Vel sé þeim sem veitti mér.

Þó mungátsorð séu mörg og smá
sem oft við ber,
til lasta ekki leggja má,
því veldur sá sem veitti mér.

Yndi er að sitja öls við pel
og gamna sér,
en fallegt er að fara vel,
þó ör sé sá, sem á skenkir.

Gott er að hafa góðan sið,
sem betur fer.
Aldrei skartar óhófið
og er sá sæll sem gáir að sér.

Gott er að hætta hverjum leik
þá hæst fram fer.
Nú skal hafa sig á kreik.
Vel sé þeim sem veitti mér.  
Hallgrímur Pétursson
1614 - 1674


Ljóð eftir Hallgrím Pétursson

Um dauðans óvissu tíma
Ölerindi
Allt eins og blómstrið eina
Heilræðavísur
49. sálmur
48. sálmur
47. sálmur
46. sálmur
45. sálmur
44. sálmur
43. sálmur
42. sálmur
41. sálmur
40. sálmur
39. sálmur
38. sálmur
37. sálmur
36. sálmur
35. sálmur
34. sálmur
33. sálmur
32. sálmur
31. sálmur
30. sálmur
29. sálmur
28. sálmur
27. sálmur
25. sálmur
24. sálmur
23. sálmur
22. sálmur
21. sálmur
20. sálmur
19. sálmur
18. sálmur
17. sálmur
16. sálmur
15. sálmur
14. sálmur
13. sálmur
12. sálmur
11. sálmur
10. sálmur
9. sálmur
8. sálmur
7. sálmur
6. sálmur
5. sálmur
4. sálmur
3. sálmur
2. sálmur
1. sálmur
50. sálmur
26. sálmur
Móðurmálið