Um dauðans óvissu tíma
Allt eins og blómstrið eina
upp vex á sléttri grund,
fagurt með frjóvgun hreina
fyrst um dags morgunstund,
á snöggu augabragði
af skorið verður fljótt,
lit og blöð niður lagði,
líf mannlegt endar skjótt.

Svo hleypur æskan unga
óvissa dauðans leið
sem aldur og ellin þunga,
allt rennur sama skeið.
Innsigli engir fengu
upp á lífsstunda bið,
en þann kost undir gengu
allir að skilja við.

Dauðinn má svo með sanni
samlíkjast, þykir mér,
slyngum þeim sláttumanni,
er slær allt, hvað fyrir er.
Grösin og jurtir grænar,
glóandi blómstrið frítt,
reyr, stör sem rósir vænar
reiknar hann jafnfánýtt.

Lífið manns hratt fram hleypur,
hafandi enga bið,
í dauðans grimmar greipur,
gröfin tekur þar við.
Allrar veraldar vegur
víkur að sama punkt.
Fetar þann fús sem tregur,
hvort fellur létt eða þungt.  
Hallgrímur Pétursson
1614 - 1674


Ljóð eftir Hallgrím Pétursson

Um dauðans óvissu tíma
49. sálmur
Heilræðavísur
48. sálmur
47. sálmur
45. sálmur
46. sálmur
44. sálmur
43. sálmur
42. sálmur
41. sálmur
38. sálmur
40. sálmur
37. sálmur
39. sálmur
36. sálmur
35. sálmur
32. sálmur
34. sálmur
25. sálmur
33. sálmur
22. sálmur
31. sálmur
21. sálmur
30. sálmur
19. sálmur
29. sálmur
18. sálmur
28. sálmur
16. sálmur
27. sálmur
15. sálmur
26. sálmur
14. sálmur
24. sálmur
11. sálmur
23. sálmur
10. sálmur
20. sálmur
8. sálmur
17. sálmur
7. sálmur
13. sálmur
4. sálmur
12. sálmur
3. sálmur
9. sálmur
2. sálmur
6. sálmur
1. sálmur
Ölerindi
Allt eins og blómstrið eina
5. sálmur
50. sálmur
Móðurmálið