Á gömlu leiði 1841
Fundanna skært í ljós burt leið.
Blundar hér vært á beði moldar,
blessaðar fært á náðir foldar,
barnið þitt sært, ó beiska neyð!


Sofið er ástaraugað þitt,
sem aldrei brást að mætti mínu;
mest hef eg dáðst að brosi þínu,
andi þinn sást þar allt með sitt.

Stirðnuð er haga höndin þín,
gjörð til að laga allt úr öllu,
eins létt og draga hvítt á völlu
smámeyjar fagurspunnið lín.

Vel sé þér, Jón! á værum beð,
vinar af sjónum löngu liðinn,
lúður á bón um himnafriðinn.
Kalt var á Fróni, Kjærnesteð!


Slokknaði fagurt lista ljós.
Snjókólgudaga hríðir harðar
til heljar draga blómann jarðar.
Fyrst deyr í haga rauðust rós
 
Jónas Hallgrímsson
1807 - 1845


Ljóð eftir Jónas Hallgrímsson

Uppkast að "Ég bið að heilsa!"
Fremrinámar
Víti
Heima
Skrælingjagrátur
Hugnun
Batteríski syndarinn
Á gömlu leiði 1841
La Belle
Andvökusálmur
Á nýjársdag 1845
Bósi
Ó, þú jörð
Ég ætlaði mér að yrkja
In aquilonem nocturnum
Dalabóndinn í óþurrknum
Réttarvatn
Óhræsið
Laxinn
Dalvísa
Vísur Íslendinga
Ég bið að heilsa
Söknuður
Ferðalok
Bjarni Thorarensen
Saknaðarljóð
Ísland
Stökur
La belle
Ad matrem orbatam
Vorvísa
Kvölddrykkjan
Gunnarshólmi
Móðurást
Íslands minni
Einbúinn
Galdraveiðin
Hulduljóð
Ásta
Helvíti
Fjallið Skjaldbreiður