Dalvísa
Fífilbrekka, gróin grund,
grösug hlíð með berjalautum,
flóatetur, fífusund,
fífilbrekka, smáragrund,
yður hjá ég alla stund
uni best í sæld og þrautum,
fífilbrekka, gróin grund,
grösug hlíð með berjalautum.

Gljúfrabúi, gamli foss,
gilið mitt í klettaþröngum,
góða skarð með grasahnoss,
gljúfrabúi, hvítur foss,
verið hefur vel með oss,
verða mun það ennþá löngum,
gljúfrabúi, gamli foss,
gilið mitt í klettaþröngum.

Bunulækur blár og tær,
bakkafögur á í hvammi,
sólarylur, blíður blær,
bunulækur fagurtær,
yndið vekja ykkur nær
allra best í dalnum frammi,
bunulækur blár og tær,
bakkafögur á í hvammi.

Hnjúkafjöllin himinblá,
hamragarðar, hvítir tindar,
heyjavöllinn horfið á,
hnjúkafjöllin hvít og blá,
skýlið öllu, helg og há,
hlífið dal er geisa vindar,
hnjúkafjöllin himinblá,
hamragarðar, hvítir tindar.

Sæludalur, sveitin best,
sólin á þig geislum helli,
snemma risin seint þú sest,
sæludalur, prýðin best.
Þín er grundin gæðaflest,
gleðin æsku, hvíldin elli.
Sæludalur, sveitin best,
sólin á þig geislum helli.  
Jónas Hallgrímsson
1807 - 1845


Ljóð eftir Jónas Hallgrímsson

Skrælingjagrátur
Batteríski syndarinn
Andvökusálmur
Óhræsið
Dalvísa
Vísur Íslendinga
Söknuður
Uppkast að "Ég bið að heilsa!"
Fremrinámar
Víti
Heima
Hugnun
Ferðalok
Bjarni Thorarensen
Saknaðarljóð
Á gömlu leiði 1841
La Belle
Á nýjársdag 1845
Fjallið Skjaldbreiður
Ísland
Vorvísa
Bósi
Ó, þú jörð
Ég ætlaði mér að yrkja
In aquilonem nocturnum
Dalabóndinn í óþurrknum
Réttarvatn
Laxinn
Kvölddrykkjan
Gunnarshólmi
Stökur
Ég bið að heilsa
La belle
Ad matrem orbatam
Móðurást
Íslands minni
Einbúinn
Galdraveiðin
Hulduljóð
Ásta
Helvíti