Á nýjársdag 1845
Svo rís um aldir árið hvert um sig,
eilífðar lítið blóm í skini hreinu.
Mér er það svo sem ekki neitt í neinu,
því tíminn vill ei tengja sig við mig.

Eitt á ég samt, og annast vil ég þig,
hugur mín sjálfs í hjarta þoli vörðu,
er himin sér og unir lágri jörðu,
og þykir ekki þokan voðalig.

Ég man þeir segja: "Hart á móti hörðu",
en heldur vil ég kenna til og lifa,
og þó að nokkurt andstreymi ég bíði,
en liggja eins og leggur uppi í vörðu,
sem lestastrákar taka þar og skrifa,
og fylla, svo hann finnur ei, af níði.
 
Jónas Hallgrímsson
1807 - 1845


Ljóð eftir Jónas Hallgrímsson

Skrælingjagrátur
Batteríski syndarinn
Andvökusálmur
Óhræsið
Dalvísa
Vísur Íslendinga
Söknuður
Uppkast að "Ég bið að heilsa!"
Fremrinámar
Víti
Heima
Hugnun
Ferðalok
Bjarni Thorarensen
Saknaðarljóð
Á gömlu leiði 1841
La Belle
Á nýjársdag 1845
Fjallið Skjaldbreiður
Ísland
Vorvísa
Bósi
Ó, þú jörð
Ég ætlaði mér að yrkja
In aquilonem nocturnum
Dalabóndinn í óþurrknum
Réttarvatn
Laxinn
Kvölddrykkjan
Gunnarshólmi
Stökur
Ég bið að heilsa
La belle
Ad matrem orbatam
Móðurást
Íslands minni
Einbúinn
Galdraveiðin
Hulduljóð
Ásta
Helvíti