Ásta

Ástkæra, ylhýra málið
og allri rödd fegra!
blíð sem að barni kvað móðir
á brjósti svanhvítu;
móðurmálið mitt góða,
hið mjúka og ríka,
orð áttu enn eins og forðum
mér yndið að veita.

Veistu það, Ásta! að ástar
þig elur nú sólin?
veistu að heimsaugað hreina
og helgasta stjarnan
skín þér í andlit og innar
albjört í hjarta
vekur þér orð sem þér verða
vel kunn á munni?

Veistu að lífið mitt ljúfa
þér liggur á vörum?
fastbundin eru þar ástar
orðin blessuðu.
?Losa þú, smámey! úr lási?
lítinn bandingja;
sannlega sá leysir hina
og sælu mér færir.  
Jónas Hallgrímsson
1807 - 1845


Ljóð eftir Jónas Hallgrímsson

Uppkast að "Ég bið að heilsa!"
Fremrinámar
Víti
Heima
Skrælingjagrátur
Hugnun
Batteríski syndarinn
Á gömlu leiði 1841
La Belle
Andvökusálmur
Á nýjársdag 1845
Bósi
Ó, þú jörð
Ég ætlaði mér að yrkja
In aquilonem nocturnum
Dalabóndinn í óþurrknum
Réttarvatn
Óhræsið
Laxinn
Dalvísa
Vísur Íslendinga
Ég bið að heilsa
Söknuður
Ferðalok
Bjarni Thorarensen
Saknaðarljóð
Ísland
Stökur
La belle
Ad matrem orbatam
Vorvísa
Kvölddrykkjan
Gunnarshólmi
Móðurást
Íslands minni
Einbúinn
Galdraveiðin
Hulduljóð
Ásta
Helvíti
Fjallið Skjaldbreiður