Ad matrem orbatam
Hví grátið þér
þanns í gröf hvílir,
ungan elskuson?
Örðug ganga
var oftar geymd
mörgum mæðudögum.

Helgur engill
hjarta saklausu
í yðar faðmi felst.
Sá mun trúfastur,
unz tími þrýtur,
lítill verndarvinur.

Tár þau trúlega,
er tryggð vakti,
söfnuð sjóði í
góðverka yðar
fyrir guð flytur,
sem elskar einlægt brjóst.

Þær munu skærstar,
er þér skýi borin
líðið til ljóss sala,
fagurt skart
yðar friðarklæðis,
gljáperlur glóa.  
Jónas Hallgrímsson
1807 - 1845


Ljóð eftir Jónas Hallgrímsson

Skrælingjagrátur
Batteríski syndarinn
Andvökusálmur
Óhræsið
Dalvísa
Vísur Íslendinga
Söknuður
Uppkast að "Ég bið að heilsa!"
Fremrinámar
Víti
Heima
Hugnun
Ferðalok
Bjarni Thorarensen
Saknaðarljóð
Á gömlu leiði 1841
La Belle
Á nýjársdag 1845
Fjallið Skjaldbreiður
Ísland
Vorvísa
Bósi
Ó, þú jörð
Ég ætlaði mér að yrkja
In aquilonem nocturnum
Dalabóndinn í óþurrknum
Réttarvatn
Laxinn
Kvölddrykkjan
Gunnarshólmi
Stökur
Ég bið að heilsa
La belle
Ad matrem orbatam
Móðurást
Íslands minni
Einbúinn
Galdraveiðin
Hulduljóð
Ásta
Helvíti