Galdraveiðin
Hvað mun það undra,
er ég úti sé, -
þrúðgan þrætudraug
um þveran dal
skyndilega
skýi ríða?

Svartir eru möskvar,
sígur með hálsi fram
slunginn þrætuþinur.
Sé ég á dufli
dökkum stöfum
E. T. illa merkt.

Ertu, afi,
endurborinn
og ferðu kvikur að kynngi?
Illar stjörnur
veit ég yfir þig
ganga grimmlega úr ginu.

Hættu! hættu!
áður að hálsi þér
sjálfum verði snara snúin,
því sá varð fanginn,
er und fossi hljóp,
lax inn lævísi.  
Jónas Hallgrímsson
1807 - 1845


Ljóð eftir Jónas Hallgrímsson

Skrælingjagrátur
Batteríski syndarinn
Andvökusálmur
Óhræsið
Dalvísa
Vísur Íslendinga
Söknuður
Uppkast að "Ég bið að heilsa!"
Fremrinámar
Víti
Heima
Hugnun
Ferðalok
Bjarni Thorarensen
Saknaðarljóð
Á gömlu leiði 1841
La Belle
Á nýjársdag 1845
Fjallið Skjaldbreiður
Ísland
Vorvísa
Bósi
Ó, þú jörð
Ég ætlaði mér að yrkja
In aquilonem nocturnum
Dalabóndinn í óþurrknum
Réttarvatn
Laxinn
Kvölddrykkjan
Gunnarshólmi
Stökur
Ég bið að heilsa
La belle
Ad matrem orbatam
Móðurást
Íslands minni
Einbúinn
Galdraveiðin
Hulduljóð
Ásta
Helvíti