Réttarvatn
Efst á Arnarvatnshæðum
oft hef eg fáki beitt;
þar er allt þakið í vötnum,
þar heitir Réttarvatn eitt.

Og undir norðurásnum
er ofurlítil tó,
og lækur líður þar niður
um lágan Hvannamó.

Á engum stað eg uni
eins vel og þessum mér;
ískaldur Eiríksjökull
veit allt, sem talað er hér.  
Jónas Hallgrímsson
1807 - 1845
Eddu Magnúsdóttur er þakkað fyrir ábendingar um villur sem voru í þessu ljóði.


Ljóð eftir Jónas Hallgrímsson

Skrælingjagrátur
Batteríski syndarinn
Andvökusálmur
Óhræsið
Dalvísa
Vísur Íslendinga
Söknuður
Uppkast að "Ég bið að heilsa!"
Fremrinámar
Víti
Heima
Hugnun
Ferðalok
Bjarni Thorarensen
Saknaðarljóð
Á gömlu leiði 1841
La Belle
Á nýjársdag 1845
Fjallið Skjaldbreiður
Ísland
Vorvísa
Bósi
Ó, þú jörð
Ég ætlaði mér að yrkja
In aquilonem nocturnum
Dalabóndinn í óþurrknum
Réttarvatn
Laxinn
Kvölddrykkjan
Gunnarshólmi
Stökur
Ég bið að heilsa
La belle
Ad matrem orbatam
Móðurást
Íslands minni
Einbúinn
Galdraveiðin
Hulduljóð
Ásta
Helvíti