Uppkast að "Ég bið að heilsa!"
Nú andar suðrið sæla vindum þýðum
á sjónum allar bárur smáar rísa
og flykkjast út að fögru landi Ísa-,
að fósturjarðar minnar strönd og hlíðum.

Ó, heilsið öllum heima í orðum blíðum
um haf og land í drottins ást og friði,
leiði þið bárur! bát að fiskimiði
blási þið vindar hlýtt á kinnum fríðum.

Söngvarinn ljúfi, fuglinn trúr sem fer
með fjaðrabliki háa vegarleysu
lágan dal, að kveða kvæðin þín,

heilsaðu einkum ef að fyrir ber
engill með húfu og grænan skúf í peysu;
þröstur minn góður! það er stúlkan mín.
 
Jónas Hallgrímsson
1807 - 1845
Uppkast að <a href="http://www.ljod.is/viewpoem.php?iPoemID=2683&sSearch=authors">Ég bið að heilsa!</a>.


Ljóð eftir Jónas Hallgrímsson

Skrælingjagrátur
Batteríski syndarinn
Andvökusálmur
Óhræsið
Dalvísa
Vísur Íslendinga
Söknuður
Uppkast að "Ég bið að heilsa!"
Fremrinámar
Víti
Heima
Hugnun
Ferðalok
Bjarni Thorarensen
Saknaðarljóð
Á gömlu leiði 1841
La Belle
Á nýjársdag 1845
Fjallið Skjaldbreiður
Ísland
Vorvísa
Bósi
Ó, þú jörð
Ég ætlaði mér að yrkja
In aquilonem nocturnum
Dalabóndinn í óþurrknum
Réttarvatn
Laxinn
Kvölddrykkjan
Gunnarshólmi
Stökur
Ég bið að heilsa
La belle
Ad matrem orbatam
Móðurást
Íslands minni
Einbúinn
Galdraveiðin
Hulduljóð
Ásta
Helvíti