Uppkast að "Ég bið að heilsa!"
Nú andar suðrið sæla vindum þýðum
á sjónum allar bárur smáar rísa
og flykkjast út að fögru landi Ísa-,
að fósturjarðar minnar strönd og hlíðum.

Ó, heilsið öllum heima í orðum blíðum
um haf og land í drottins ást og friði,
leiði þið bárur! bát að fiskimiði
blási þið vindar hlýtt á kinnum fríðum.

Söngvarinn ljúfi, fuglinn trúr sem fer
með fjaðrabliki háa vegarleysu
lágan dal, að kveða kvæðin þín,

heilsaðu einkum ef að fyrir ber
engill með húfu og grænan skúf í peysu;
þröstur minn góður! það er stúlkan mín.
 
Jónas Hallgrímsson
1807 - 1845
Uppkast að <a href="http://www.ljod.is/viewpoem.php?iPoemID=2683&sSearch=authors">Ég bið að heilsa!</a>.


Ljóð eftir Jónas Hallgrímsson

Uppkast að "Ég bið að heilsa!"
Fremrinámar
Víti
Heima
Skrælingjagrátur
Hugnun
Batteríski syndarinn
Á gömlu leiði 1841
La Belle
Andvökusálmur
Á nýjársdag 1845
Bósi
Ó, þú jörð
Ég ætlaði mér að yrkja
In aquilonem nocturnum
Dalabóndinn í óþurrknum
Réttarvatn
Óhræsið
Laxinn
Dalvísa
Vísur Íslendinga
Ég bið að heilsa
Söknuður
Ferðalok
Bjarni Thorarensen
Saknaðarljóð
Ísland
Stökur
La belle
Ad matrem orbatam
Vorvísa
Kvölddrykkjan
Gunnarshólmi
Móðurást
Íslands minni
Einbúinn
Galdraveiðin
Hulduljóð
Ásta
Helvíti
Fjallið Skjaldbreiður