Skrælingjagrátur
Naha, naha!
Báglega tókst með alþing enn,
naha, naha, naha!
Það eru tómir dauðir menn.
Naha, naha, nah!

Það sést ekki á þeim hams né hold,
naha, naha, naha!
og vitin eru svo full af mold.
Naha, naha, nah!

Og ekkert þinghús eiga þeir,
naha, naha, naha!
og sitja á hrosshaus tveir og tveir.
Naha, naha, nah!

Þeir hafa hvorki kokk né pott,
naha, naha, naha!
og smakka hvorki þurrt né vott.
Naha, naha, nah!

Og hvergi fá þeir kaffibaun,
naha, naha, naha!
og eru svangir og blása í kaun.
Naha, naha, nah!

Og bragða hvorki brauð né salt,
naha, naha, naha!
og þegja allir og er svo kalt.
Naha, naha, nah!

Þeir deyja aftur úr kulda og kröm,
naha, naha, naha!
Og holtið er grátt og kvölin söm.
Naha, naha, nah!  
Jónas Hallgrímsson
1807 - 1845
Ein sorgleg vísa útaf alþingi, samansett af Ívari Bárðsyni, Viðeyjar-Klaustri. Þryckt seinast af öllu, þegar bókþryckiríið niðurlagðist.


Ljóð eftir Jónas Hallgrímsson

Uppkast að "Ég bið að heilsa!"
Fremrinámar
Víti
Heima
Skrælingjagrátur
Hugnun
Batteríski syndarinn
Á gömlu leiði 1841
La Belle
Andvökusálmur
Á nýjársdag 1845
Bósi
Ó, þú jörð
Ég ætlaði mér að yrkja
In aquilonem nocturnum
Dalabóndinn í óþurrknum
Réttarvatn
Óhræsið
Laxinn
Dalvísa
Vísur Íslendinga
Ég bið að heilsa
Söknuður
Ferðalok
Bjarni Thorarensen
Saknaðarljóð
Ísland
Stökur
La belle
Ad matrem orbatam
Vorvísa
Kvölddrykkjan
Gunnarshólmi
Móðurást
Íslands minni
Einbúinn
Galdraveiðin
Hulduljóð
Ásta
Helvíti
Fjallið Skjaldbreiður