Helvíti
Mér finnst það vera fólskugys
að fara niður til helvítis
og eyða aldri sínum
innan um brennu illan geim
ólíkan drottins sólarheim,
svo hrollir huga mínum.

Skötubarðvængjuð fjandafjöld
flaksast þar gegnum eilíft kvöld,
glórir í glóðir rauðar,
þar er ei nema eldur og ís,
allt í helvíti brennur og frýs,
Satan og sálir dauðar.  
Jónas Hallgrímsson
1807 - 1845
Jónas Hallgrímsson þekkja allflestir landsmenn. Hann er svo elskaður og dáður að sjálfur Dagur íslenskrar tungu, 16. nóvember, er tileinkaður minningu hans.

Þetta ljóð er alls ekki dæmigert fyrir stíl Jónasar.


Ljóð eftir Jónas Hallgrímsson

Uppkast að "Ég bið að heilsa!"
Fremrinámar
Víti
Heima
Skrælingjagrátur
Hugnun
Batteríski syndarinn
Á gömlu leiði 1841
La Belle
Andvökusálmur
Á nýjársdag 1845
Bósi
Ó, þú jörð
Ég ætlaði mér að yrkja
In aquilonem nocturnum
Dalabóndinn í óþurrknum
Réttarvatn
Óhræsið
Laxinn
Dalvísa
Vísur Íslendinga
Ég bið að heilsa
Söknuður
Ferðalok
Bjarni Thorarensen
Saknaðarljóð
Ísland
Stökur
La belle
Ad matrem orbatam
Vorvísa
Kvölddrykkjan
Gunnarshólmi
Móðurást
Íslands minni
Einbúinn
Galdraveiðin
Hulduljóð
Ásta
Helvíti
Fjallið Skjaldbreiður