Heima
Suður fórumk um ver,
en ég svarna ber
öflga eiðstafi
úr úthafi:
munarmyndum
mjög þótt yndum,
heimrof mig finni
hjá Huldu minni.

Þar er barmi blíður
og blómafríður
runnur í reit,
er ég rökkri sleit,
dalur, sól og sær
og systur tvær,
einkamóðir
og ástvinir góðir.

Þar er búþegn beztur,
bóndi og prestur,
til þess tel ég vottinn, -
trúir enn á drottin
og á sjálfan sig,
svo sem ég á mig.
Þar er líf í landi
og ljóshæfur andi.
 
Jónas Hallgrímsson
1807 - 1845


Ljóð eftir Jónas Hallgrímsson

Skrælingjagrátur
Batteríski syndarinn
Andvökusálmur
Óhræsið
Dalvísa
Vísur Íslendinga
Söknuður
Uppkast að "Ég bið að heilsa!"
Fremrinámar
Víti
Heima
Hugnun
Ferðalok
Bjarni Thorarensen
Saknaðarljóð
Á gömlu leiði 1841
La Belle
Á nýjársdag 1845
Fjallið Skjaldbreiður
Ísland
Vorvísa
Bósi
Ó, þú jörð
Ég ætlaði mér að yrkja
In aquilonem nocturnum
Dalabóndinn í óþurrknum
Réttarvatn
Laxinn
Kvölddrykkjan
Gunnarshólmi
Stökur
Ég bið að heilsa
La belle
Ad matrem orbatam
Móðurást
Íslands minni
Einbúinn
Galdraveiðin
Hulduljóð
Ásta
Helvíti