Miðlarinn.
Gamli grálindi maðurinn mætir mér.
Með gust í tárvotum augunum.
Í gegnum glærhvita móðuna hann sér,
gagnsæa spegilmynd með augu í laugum.
Þar stend ég
búinn á líkama og sál.
Visnandi kuldinn kallar á sátt
milli þess sem var og er.
Tærandi sjálfstraustið
yfirbugar mig.
Var þetta virkilega ég?
Ég sem lofaði,
ég sem brást?
Eða var sagan að endurtaka sig.
Með gust í tárvotum augunum.
Í gegnum glærhvita móðuna hann sér,
gagnsæa spegilmynd með augu í laugum.
Þar stend ég
búinn á líkama og sál.
Visnandi kuldinn kallar á sátt
milli þess sem var og er.
Tærandi sjálfstraustið
yfirbugar mig.
Var þetta virkilega ég?
Ég sem lofaði,
ég sem brást?
Eða var sagan að endurtaka sig.