Eitt skref...
Nálin sem snerti eldinn
Glansaði einsog tignalegur gestur
Þegar hún sótti blóð
Úr æðum mínum.

Blaktandi kertaloginn kastaði skugga,
Yfir mín fegurstu ljóð.
Skrifuð með lífsvökva,
orðiðvilltar fantasíur, um reiðan Guð,
og eitt andartak var ég þátttakandi.

Aðeins eitt skref.
Eitt skref og...
Eitt skref fyrir hina lifandi.
Eitt skref fyrir þá dauðu.
Eitt skref fyrir mig.
Og ég faðma vindinn.

Útbrunnið kerti,
brotin sprauta,
og ég...

 
Jói
1972 - ...


Ljóð eftir Jóa

Umbylting
Miðlarinn.
Nútímaótti.
Val manna.
Tvískilningur.
Líf
móðurmissir
Hvitir vængir
breytingar
nýr heimur
Hver ertu..
steinar
spegilmyndin
J.M.
bræður munu berjast...
Friðvakning
Engillinn
orðið
Eitt skref...
bónorð í paradís.
ekki þú
eldur
græðgin