bónorð í paradís.
Í gegnum hljóðið heyrði ég,
nístandi þögnina sem endurgalt greiða,
þá skildi ég...

Frumgerð,
Enn, fyrstur
En ekki einmanna.
(blekking)
Síðan stormur,
Félagi, maki.
epli.

Öll blómin í garðinum visnuðu
En dáleiddur af fegurð þinni,
tók ég ekki eftir því.

Frelsið kostar.
En ég veit ekki hvað,
og nú er ég einmanna.
með hugsunum mínum

og þér.
 
Jói
1972 - ...


Ljóð eftir Jóa

Umbylting
Miðlarinn.
Nútímaótti.
Val manna.
Tvískilningur.
Líf
móðurmissir
Hvitir vængir
breytingar
nýr heimur
Hver ertu..
steinar
spegilmyndin
J.M.
bræður munu berjast...
Friðvakning
Engillinn
orðið
Eitt skref...
bónorð í paradís.
ekki þú
eldur
græðgin