orðið
orð
bara eitt, hvíslað
gefur lífinu tilgang.

á meðan næturnar kólnuðu
sendir þú mér skilaboð
sem ég misskildi.

Stanslaus niðurinn af vatninu
heldur fyrir mér vöku,
á meðan ég hefði átt að dreyma
Um þig.

Orð,
Bara eitt, hvíslað,
hverfur inn í almannaróm.
 
Jói
1972 - ...


Ljóð eftir Jóa

Umbylting
Miðlarinn.
Nútímaótti.
Val manna.
Tvískilningur.
Líf
móðurmissir
Hvitir vængir
breytingar
nýr heimur
Hver ertu..
steinar
spegilmyndin
J.M.
bræður munu berjast...
Friðvakning
Engillinn
orðið
Eitt skref...
bónorð í paradís.
ekki þú
eldur
græðgin