móðurmissir
Bergmál hvellsins endurtekur sig,
aftur og aftur,
í huga mínum.
Og afleiðingin var þögn.

Eftirvæntingin sem beið eftir fréttunum,
einsog köttur í músaleik
þagnaði.

Yfirbragð himinblás vatnsins
gáraðist þegar draumurinn særðist
og öll heimsins fegurð visnaði
í gárunum.

Ég vissi það þá
en ég veit það þó enn betur núna.
Við móðurmissir
er sárast í tárum að búa.
Því þótt líf eitt hann taki
mun hjólið samt áfram snúast.
Það er verra að gefast upp
en að lífinu hlúa.
 
Jói
1972 - ...


Ljóð eftir Jóa

Umbylting
Miðlarinn.
Nútímaótti.
Val manna.
Tvískilningur.
Líf
móðurmissir
Hvitir vængir
breytingar
nýr heimur
Hver ertu..
steinar
spegilmyndin
J.M.
bræður munu berjast...
Friðvakning
Engillinn
orðið
Eitt skref...
bónorð í paradís.
ekki þú
eldur
græðgin