Friðvakning
þú kvaddir mig
með orðunum sem mig dreymdi um að heyra.
Fagra veröld

Óttinn kastaði skugga yfir minningarnar
og orðin voru köld.

Þú kastar steinum
í átt að réttvísinni
smávölur sem villa fyrir
á meðan sólin fyrirgaf.

Í fjarska hljómuðu lúðrarnir
Smalandi saman lýðnum

Þýðir þetta að við erum óvinir.
 
Jói
1972 - ...


Ljóð eftir Jóa

Umbylting
Miðlarinn.
Nútímaótti.
Val manna.
Tvískilningur.
Líf
móðurmissir
Hvitir vængir
breytingar
nýr heimur
Hver ertu..
steinar
spegilmyndin
J.M.
bræður munu berjast...
Friðvakning
Engillinn
orðið
Eitt skref...
bónorð í paradís.
ekki þú
eldur
græðgin