

Bergmál hvellsins endurtekur sig,
aftur og aftur,
í huga mínum.
Og afleiðingin var þögn.
Eftirvæntingin sem beið eftir fréttunum,
einsog köttur í músaleik
þagnaði.
Yfirbragð himinblás vatnsins
gáraðist þegar draumurinn særðist
og öll heimsins fegurð visnaði
í gárunum.
Ég vissi það þá
en ég veit það þó enn betur núna.
Við móðurmissir
er sárast í tárum að búa.
Því þótt líf eitt hann taki
mun hjólið samt áfram snúast.
Það er verra að gefast upp
en að lífinu hlúa.
aftur og aftur,
í huga mínum.
Og afleiðingin var þögn.
Eftirvæntingin sem beið eftir fréttunum,
einsog köttur í músaleik
þagnaði.
Yfirbragð himinblás vatnsins
gáraðist þegar draumurinn særðist
og öll heimsins fegurð visnaði
í gárunum.
Ég vissi það þá
en ég veit það þó enn betur núna.
Við móðurmissir
er sárast í tárum að búa.
Því þótt líf eitt hann taki
mun hjólið samt áfram snúast.
Það er verra að gefast upp
en að lífinu hlúa.