spegilmyndin
ég horfi á sjálfan mig
þvert yfir hálfan heiminn
þar sem ég var alin upp
í kúgun
púðurlyktin
í þurru eyðumerkurloftinu
ertir vitund mína
krossviður samvisku minnar
morknar í sólinni
og með hverju skrefi
léttist sprengiefnið
... fórust í dag,
í sjálfsmorðsárás...
þvert yfir hálfan heiminn
þar sem ég var alin upp
í kúgun
púðurlyktin
í þurru eyðumerkurloftinu
ertir vitund mína
krossviður samvisku minnar
morknar í sólinni
og með hverju skrefi
léttist sprengiefnið
... fórust í dag,
í sjálfsmorðsárás...