Lífsgleði
Margt er það sem léttir lund,
eflir gleði, veitir stund.
Frá hugarangri, þraut og pínu
leiðsögn fá frá hjarta sínu.

Fylgja eftir hjartans rómi,
svo að sálarljósið ljómi.
Lifsins njóta hér og nú,
skulum bæði ég og þú

Hafa gaman af hinu og þessu,
þrautir kveðja og ganga til messu.
Moka mold, hlaupa og hjóla
taka stökk eða skoöa njóla.

Pissa úti uppí vind,
horfa á hund elta kind.
Sparka bolta, hengja upp lak,
fara í snúsnú og á hestbak.

Horfa á daggardropa detta,
sólina skína og magann metta.
Elska engil, dansa dátt
taka allt og alla í sátt.

Læra að ganga á lífsins línum
og fylgja eftir draumum sínum.
Sýna bæði þor og dug,
njóta allt sem fangar hug.

Horfa á fallegan fjallahring,
finna fegurðina allt um kring
Opna fyrir lífsins flæði,
fagna og þakka öll þess gæði.
 
Josira
1958 - ...


Ljóð eftir Josiru

Að vakna
Andartakið
Ástin.
Draumurinn
Friður
Gullna barnið
Heyrnin
Lífsgleði
Morgunstund
Leiðsögn.
Afl
Næring
Þögnin.
Ömmustrákur
Ömmustelpa
Gamli bærinn
Lát ljós þitt skína
Light Bearer
Yrja
Sælan
Allsstaðar
Lyngbærinn
Frost Roses.
Fræ hugans
Í öllu sem lifir.
Verkefnið
Daggardropinn
Gjöfin.
Ástin er...
Frelsisvon.
Frosthiti.
Litla rósin.
Við vegginn.
Þér gefi.