Ad matrem orbatam
Hví grátið þér
þanns í gröf hvílir,
ungan elskuson?
Örðug ganga
var oftar geymd
mörgum mæðudögum.

Helgur engill
hjarta saklausu
í yðar faðmi felst.
Sá mun trúfastur,
unz tími þrýtur,
lítill verndarvinur.

Tár þau trúlega,
er tryggð vakti,
söfnuð sjóði í
góðverka yðar
fyrir guð flytur,
sem elskar einlægt brjóst.

Þær munu skærstar,
er þér skýi borin
líðið til ljóss sala,
fagurt skart
yðar friðarklæðis,
gljáperlur glóa.  
Jónas Hallgrímsson
1807 - 1845


Ljóð eftir Jónas Hallgrímsson

Uppkast að "Ég bið að heilsa!"
Fremrinámar
Víti
Heima
Skrælingjagrátur
Hugnun
Batteríski syndarinn
Á gömlu leiði 1841
La Belle
Andvökusálmur
Á nýjársdag 1845
Bósi
Ó, þú jörð
Ég ætlaði mér að yrkja
In aquilonem nocturnum
Dalabóndinn í óþurrknum
Réttarvatn
Óhræsið
Laxinn
Dalvísa
Vísur Íslendinga
Ég bið að heilsa
Söknuður
Ferðalok
Bjarni Thorarensen
Saknaðarljóð
Ísland
Stökur
La belle
Ad matrem orbatam
Vorvísa
Kvölddrykkjan
Gunnarshólmi
Móðurást
Íslands minni
Einbúinn
Galdraveiðin
Hulduljóð
Ásta
Helvíti
Fjallið Skjaldbreiður