Ad matrem orbatam
Hví grátið þér
þanns í gröf hvílir,
ungan elskuson?
Örðug ganga
var oftar geymd
mörgum mæðudögum.
Helgur engill
hjarta saklausu
í yðar faðmi felst.
Sá mun trúfastur,
unz tími þrýtur,
lítill verndarvinur.
Tár þau trúlega,
er tryggð vakti,
söfnuð sjóði í
góðverka yðar
fyrir guð flytur,
sem elskar einlægt brjóst.
Þær munu skærstar,
er þér skýi borin
líðið til ljóss sala,
fagurt skart
yðar friðarklæðis,
gljáperlur glóa.
þanns í gröf hvílir,
ungan elskuson?
Örðug ganga
var oftar geymd
mörgum mæðudögum.
Helgur engill
hjarta saklausu
í yðar faðmi felst.
Sá mun trúfastur,
unz tími þrýtur,
lítill verndarvinur.
Tár þau trúlega,
er tryggð vakti,
söfnuð sjóði í
góðverka yðar
fyrir guð flytur,
sem elskar einlægt brjóst.
Þær munu skærstar,
er þér skýi borin
líðið til ljóss sala,
fagurt skart
yðar friðarklæðis,
gljáperlur glóa.