

orð
bara eitt, hvíslað
gefur lífinu tilgang.
á meðan næturnar kólnuðu
sendir þú mér skilaboð
sem ég misskildi.
Stanslaus niðurinn af vatninu
heldur fyrir mér vöku,
á meðan ég hefði átt að dreyma
Um þig.
Orð,
Bara eitt, hvíslað,
hverfur inn í almannaróm.
bara eitt, hvíslað
gefur lífinu tilgang.
á meðan næturnar kólnuðu
sendir þú mér skilaboð
sem ég misskildi.
Stanslaus niðurinn af vatninu
heldur fyrir mér vöku,
á meðan ég hefði átt að dreyma
Um þig.
Orð,
Bara eitt, hvíslað,
hverfur inn í almannaróm.