Er Hægt að laga?
Er hægt að laga?

má ég brjóta glerið
sem heldur mér hér inni
má ég snúa við
og laga það sem fór á mis,
má ég týnast frá öllu
svo ég fái smá frið...
bara svona rétt
til að laga sjálfa mig.

ég gæti sagt
mér væri sama
um allt sem ég hef gert
reynt að gleyma,
og þerra tárin..
-horfa fram á við
ekki það sem er..
bak við mig.

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

viltu grípa mig
áður en ég lendi
viltu taka utan um mig
þegar ég græt
viltu slá mig
þegar ég gleymi mér,
..............
ekki of fast
þannig að ég brotni,
ekki of laust,
þannig að ég skilji ekki.
-Bara til að ég átti mig
áður en það er of seint.

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

Má ég gleymast,
bara ekki of lengi..
má ég stoppa lyganna,
sem ég er vafinn í..
má ég segja,
að mér þyki vænt um þig..
en gerðu það ekki dæma mig.

Hulda María 22.október "06
 
Hulda María
1989 - ...


Ljóð eftir Huldu Maríu

Er Hægt að laga?
Gleði?
Lífið
Svo varð allt stopp
Tóm
Lífsins leið.
?
Afleiðing
Pæling
Stjörnuhrap
Það sem varð eftir.
Það góða.
Tími til að breyta.
Fyrirgefðu mér.
Þú og ég.
Speki.
Þú brást mér.
Spor í hjarta mér..
Í gær.
þú eða ég?
Særði þig..
Falskar vonir..
Hann..
Dofin
Sektarkend
Uppfull af hamingju