Tími til að breyta.
Standandi kyrr
á sama stað
þátíðin á heilanum
algjörlega stopp.

Gerandi sjálfa mig
geðveika,
djöfull er ég
þreytandi.

komin með leið
á sjálfri mér
hversu glatað
er það.

.................................

ekki lengur þátíðin
heldur nútíðin,
ekki lengur þau
heldur ég.
ekki lengur vonsvikin
heldur heltekin..

dagurinn til að brosa
gamla brosinu aftur,
dagurinn til að gráta
gleðitárum á ný,
dagurinn til að muna
hvað mér þykir vænt um marga.

eða öllu heldur dagurinn
til að gleyma þér.

13.janúar 2007 Hulda María  
Hulda María
1989 - ...


Ljóð eftir Huldu Maríu

Er Hægt að laga?
Gleði?
Lífið
Svo varð allt stopp
Tóm
Lífsins leið.
?
Afleiðing
Pæling
Stjörnuhrap
Það sem varð eftir.
Það góða.
Tími til að breyta.
Fyrirgefðu mér.
Þú og ég.
Speki.
Þú brást mér.
Spor í hjarta mér..
Í gær.
þú eða ég?
Særði þig..
Falskar vonir..
Hann..
Dofin
Sektarkend
Uppfull af hamingju