Þú brást mér.
Þú ert suð í eyranu
Sem ég losna ekki við,
Efinn um það sem gerðist.

Standandi við hlið þér
Dag eftir dag,
Kreistandi brosið
Bælandi niðri reiðina

En ég er hrædd
Um að einn daginn
Springi ég
Og missi út úr mér
Því ég hef fengið nóg af þér.

Þú brást trausti mínu
Og þú veist það.

‘’’’’’’’’’’’’’’’
Eitt skref í einu
Og ég veit ég kemst í gegn.

Því ég veit að
Lygarinn, sjálfselskan,
Svikarinn og illskan
Kemst aldrei langt.

26.mars 2007
 
Hulda María
1989 - ...


Ljóð eftir Huldu Maríu

Er Hægt að laga?
Gleði?
Lífið
Svo varð allt stopp
Tóm
Lífsins leið.
?
Afleiðing
Pæling
Stjörnuhrap
Það sem varð eftir.
Það góða.
Tími til að breyta.
Fyrirgefðu mér.
Þú og ég.
Speki.
Þú brást mér.
Spor í hjarta mér..
Í gær.
þú eða ég?
Særði þig..
Falskar vonir..
Hann..
Dofin
Sektarkend
Uppfull af hamingju