Dofin
Ég ligg í fönninni
Vindurinn feykir köldum kornunum yfir mig
Og ég sekk dýpra og dýpra..

Mér er kalt og ég er ein
Samt er svo notalegt
Þegar ég umvefst snjónum
Og finn hvernig líkaminn dofnar

Ég á erfitt með að anda
Samt finn ég ekkert til
Þó það þrýsti að mér
Finn ég ekkert til

Því ég er komin yfir það stig
Að kuldinn sé nýstandi
Og ég finna hvergi til...

Þú getur sært mig eins og þú vilt
Það er allt í lagi,
því ég er löngu hætt að finna til.22.október 2008
 
Hulda María
1989 - ...


Ljóð eftir Huldu Maríu

Er Hægt að laga?
Gleði?
Lífið
Svo varð allt stopp
Tóm
Lífsins leið.
?
Afleiðing
Pæling
Stjörnuhrap
Það sem varð eftir.
Það góða.
Tími til að breyta.
Fyrirgefðu mér.
Þú og ég.
Speki.
Þú brást mér.
Spor í hjarta mér..
Í gær.
þú eða ég?
Særði þig..
Falskar vonir..
Hann..
Dofin
Sektarkend
Uppfull af hamingju